Verslun
Leit
Landslið
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna
SiggiRaggi_og_Gudni

Landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, er staddur í Slóveníu þar sem hann mun fylgjast með leik Slóveníu og Serbíu á morgun. Þessar þjóðir eru í riðli með Íslendingum í undankeppni fyrir EM í Finnlandi 2009.

Fyrsti leikur Íslands í riðlinum er ytra gegn Grikklandi, 31. maí. Fyrsti leikurinn á heimavelli er hinsvegar, daginn fyrir þjóðhátíðardaginn, laugardaginn 16. júní og þá koma Frakkar í heimsókn.