Verslun
Leit
Sjónlýsing á landsleikjum Íslands
Landslið
A karla
A kvenna

Á leik A landsliðs karla gegn Slóvakíu þann 17. júní var í fyrsta skiptið boðið upp á sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta á knattspyrnuleik á Íslandi.

KSÍ, Blindrafélagið og Samtök íþróttafréttamanna réðust saman í verkefnið sem vakti mikla lukku hjá þeim sem nýttu sér þjónustuna.

Stefnt er að því að bjóða upp á þjónustuna á öllum leikjum A landsliða hér eftir.

Viljir þú nýta þér sjónlýsingu á landsleikjum hafðu þá samband við Sóleyju Guðmundsdóttur á soley@ksi.is.