Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla lauk á sunnudag með leikjum um sæti. Írar hömpuðu sigri í mótinu eftir sigur á Englendingum í úrslitaleik, en Danir, sem höfnuðu í 3. sæti, eru Norðurlandameistarar 2005.
Framkvæmd leikja var til mikillar fyrirmyndar og eiga þau félög sem tóku að sér að sjá um leiki hrós skilið.
Sjá má allar upplýsingar um mótið með því að smella á valmyndina hér til hægri.

Fögnuður Íra að úrslitaleiknum loknum var gríðarlegur.

Fyrirliði Dana, Mads Thunö Laudrup, tekur við NM-meistarabikarnum úr hendi Ástráðs Gunnarssonar, formanns unglinganefndar KSÍ.

Dómararnir sem dæmdu í mótinu ásamt Inga Jónssyni eftirlitsmanni.
Anders Hermansen, Kevin Wright, Ingi Jónsson, Georg Rasmussen og Sven-Martin Åkeson.
Áskell Þór Gíslason, Antti Munukka, Svein-Erik Edvardsen og Paul Tite.

Sigurlið Írlands að loknum úrslitaleiknum á Laugardalsvellinum.