Verslun
Leit
Landslið

Nú styttist í að Norðurlandamót U21 landsliða kvenna hefjist, en mótið fer fram hér á landi dagana 23. - 29. júlí. Um er að ræða opið mót, þ.e. 5 Norðurlandaþjóðir sem halda úti U21 landsliði kvenna (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) og 3 gestalið (Bandaríkin, England og Þýskaland). Liðunum er skipt í tvo fjögurra liða riðla þar sem leikin er einföld umferð, og síðan er leikið um sæti. Allir leikirnir fara fram á Norðurlandi (Akureyri, Blönduós, Dalvík, Ólafsfjörður og Sauðárkrókur).