Verslun
Leit
Svekkjandi tap í París
Landslið
A karla

A karla tapaði 1-2 gegn Frakklandi á Parc des Princes í París.

Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir eftir um 20 mínútur eftir vandræðagang í vörn Frakka. Frábær pressa hjá íslenska liðinu sem skóp markið. Frakkar voru meira með boltann í fyrri hálfleik, en Elías Rafn Ólafsson var frábær í marki Íslands. Kylian Mbappe tókst þó að jafna leikin í uppbótartíma fyrri hálfleiks af vítapunktinum. Staðan jöfn í hálfleik.

Frakkland voru áfram meira með boltann í seinni hálfleik og það var á 62. mínútu sem Bradley Barcola kom þeim yfir. Sex mínútum síðar misstu Frakkar mann af velli með rautt spjald og eftir það komst Ísland betur inn í leikinn. Liðið setti ágæta pressu á frönsku vörnina og tókst Andra Lucasi að koma boltanum aftur í netið, en það var dæmt af eftir að dómari leiksins var sendur í VAR-skjáinn.

Svekkjandi tap staðreynd eftir góða frammistöðu Íslands. Næsti leikur liðsins er 10. október gegn Úkraínu og svo gegn Frakklandi 13. október. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.