Valmynd
Flýtileiðir
29. nóvember 2025
U19 kvenna tapaði 3-0 gegn Portúgal í öðrum leik sínum í fyrri umferð undankeppni EM 2026.
Liðið er búið að tapa báðum sínum leikjum í keppninni. Síðasti leikur liðsins verður gegn Kósóvó 2. desember klukkan 15:00. Til að halda sæti sínu í A-deild og eiga möguleika á að komast í lokakeppni EM 2026, verða stelpurnar að forðast tap gegn Kósóvó, sem er einnig án stiga eftir tvo fyrstu leikina.