Verslun
Leit
Tap hjá U16 kvenna í fyrsta leik á Norðurlandamótinu
Landslið
U16 kvenna

U16 kvenna tapaði 2-5 gegn Noregi í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu.

Mótið fer fram í Noregi og fór leikurinn gegn Noregi fram í Strommen. Emelía Óskarsdóttir og Bergdís Sveinsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum. 

Ísland mætir næst Indlandi í undanúrslitum um 5.-8. sæti á mótinu. Leikurinn fer fram mánudaginn 4. júlí í Strommen. Leikurinn verður í beinni útsendingu á vef KSÍ.