Verslun
Leit
Tap hjá U17 kvenna gegn Finnlandi
Landslið
U17 kvenna

U17 kvenna tapaði 1-2 gegn Finnlandi í öðrum leik liðsins í seinni umferð undankeppni EM 2024.

Riðillinn fer farm í Portúgal, en það var Brynja Rán Knudsen sem skoraði mark Íslands í upphafi seinni hálfleiks. Finnland hafði tekið forystuna í upphafi leiks og skoruðu svo sigurmarkið undir lok leiks.

Ísland mætir Kosóvó á þriðjudag í síðasta leik sínum í riðlinum, en bæði lið eru án sigurs.