Valmynd
Flýtileiðir
6. febrúar 2001
KSÍ hefur endurnýjað samninga við þjálfara U19 liðs kvenna, Ólaf Þór Guðbjörnsson, og þjálfara U17 liðs kvenna, Ragnhildur Skúladóttur, en samningarnir eru til tveggja ára (2001-2002). Síðastliðið haust var gengið frá ráðningu Jörundar Áka Sveinssonar sem þjálfara A og U21 liða kvenna, einnig til tveggja ára.
Þjálfarar karlalandsliða í ár verða hinir sömu og í fyrra, Atli Eðvaldsson (A), Sigurður Grétarsson (U21), Guðni Kjartansson (U19) og Magnús Gylfason (U17), en þeir eru nú á seinna ári af tveggja ára samningum.