A landslið kvenna leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2009 á næstu vikum. Fyrst gegn Slóvenum 21. júní og síðan gegn Grikkjum 26. júní. Möguleikar stelpnanna okkar á að komast í lokakeppni EM hafa aldrei verið meiri.
Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt að sveitin muni fjölmenna á leikina.
Kæru Íslendingar
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að stelpurnar okkar í kvennalandsliði Íslands í knattspyrnu hafa verið að gera stórgóða hluti í sínum riðli í undankeppni EM 2009. Nú er svo komið að næsti leikur þeirra hér heima við Slóvena getur tryggt þeim sæti í umspili til að komast á stórmótið, svo ekki sé minnst á það að þær eiga ennþá möguleika á að vinna sinn riðil.
Sjaldan fá þessar stelpur þann stuðning sem þær eiga skilið og er orðið löngu tímabært að þjóðin standi við bakið á landsliðinu og hvetji þær til dáða á Laugardalsvelli.
Tólfan (stuðningssveit Íslenska landsliðsins í knattspyrnu) vill hér með skora á alla sem geta, til að kaupa sér miða á leikinn sem fram fer laugardaginn 21. Júní kl: 14:00 og styðja STELPURNAR OKKAR til dáða.
Sláum áhorfendametið á kvennalandsliðsleik hér heima og fyllum völlinn!!!!
Tólfan