Verslun
Leit
Landslið
Alidkv2003-0048
Alidkv2003-0048

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshópnum er heldur til Porútgal á morgun og leikur við heimamenn á fimmtudaginn.

Vegna meiðsla geta þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Ólína G Viðarsdóttir, báðar úr Breiðabliki, ekki verið með.  Í þeirra stað hafa þær Embla Grétarsdóttir KR og Bryndís Bjarnadóttir, Breiðabliki, verið valdar í hópinn.  Bryndís er nýliði á A-landsliðinu.