Verslun
Leit
U15 karla - sigur gegn Búlgaríu
Landslið
U15 karla

U15 lið karla vann góðan 0-2 sigur gegn Búlgaríu á UEFA development móti sem fram fór í Búlgaríu.

Það var markalaust í hálfleik en rúmum tíu mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst kom Bjarki Garðarsson íslenska liðinu yfir. Á 74. mínútu bætti Benjamín Björnsson við öðru marki Íslands og lokatölur því 0-2 fyrir Íslandi.

Íslenska liðið vann fyrsta leik sinn á mótinu 3-2 gegn Wales en tapaði 0-2 fyrir Spáni í sínum öðrum leik. 

Mótið á vef KSÍ