Verslun
Leit
U15 karla mætir Búlgaríu
Landslið
U15 karla

U15 lið karla tapaði 0-2 gegn Spáni á UEFA development móti sem fram fer í Búlgaríu.

Spánverjar komust yfir í fyrri hálfleik og leiddu 0-1 í hálfleik. Þeir bættu við síðara marki sínu á 62. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki.

Íslenska liðið vann góðan 3-2 sigur á Wales í sínum fyrsta leik og spilar sinn þriðja og síðasta leik á miðvikudag en þar mætir það heimamönnum.

Mótið á vef KSÍ