Verslun
Leit
U15 kvenna - 2-1 sigur gegn Portúgal
Landslið
U15 kvenna

U15 kvenna vann 2-1 sigur gegn Portúgal í síðari vináttuleik þjóðanna.

Portúgal hóf leikinn af krafti og komst yfir eftir aðeins fimm mínútur. Hrönn Haraldsdóttir jafnaði metin á 41. minútu með frábæru skoti fyrir utan teig. Ísabel Rós Ragnarsdóttir skoraði svo sigurmark Íslands á fjórðu mínútu uppbótartíma síðari hálfleiks.

Ísland vann fyrri viðureign þjóðanna 3-0 á þriðjudag.