Verslun
Leit
Æfingahópur U15 kvenna
Landslið
U15 kvenna

U15 kvenna vann frábæran 5-2 sigur gegn Færeyjum, en leikið var á Tórsvelli.

Berglind Freyja Hlynsdóttir og Rakel Eva Bjarnadóttir skoruðu sitt hvort markið í fyrri hálfleik og var Ísland 2-0 yfir í hálfleik. Rakel Eva bætti svo öðru marki sínu, og þriðja marki Íslands, við í upphafi síðari hálfleiks áður en Færeyjar skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum. Ísland svaraði með tveimur mörkum frá Kötlu Guðmundsdóttur og Hrefnu Jónsdóttur og 5-2 sigur staðreynd.