Verslun
Leit
U15 kvenna - tveggja marka sigur gegn Litháen
Landslið
U15 kvenna

U15 kvenna vann góðan 2-0 sigur á Litháen í síðasta leik liðsins á UEFA Development Tournament.

Alma Rós Magnúsdóttir og Ísabel Rós Ragnarsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Mótið fór fram í Póllandi og mætti Ísland ásamt Litháen einnig Póllandi og Tyrklandi. Ásamt því að vinna Litháen í dag vann liðið 5-2 sigur gegn Tyrklandi, en tapaði 3-6 gegn Póllandi.