Verslun
Leit
U16 kvenna - Sigur gegn Wales
Landslið
U16 kvenna

U16 landslið kvenna vann 4-0 stórsigur gegn Wales í lokaleik sínum á UEFA Development Tournament í Wales í dag, sunnudag.

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skoraði tvö mörk Íslands í leiknum og þær Brynja Rán Knudsen og Hrefna Jónsdóttir sitt markið hvor.

Ísland endar mótið með fullt hús stiga og á toppi riðilsins með markatöluna 13:2.

U16 kvenna