Íslenska U17 karlalandsliðið sigraði U19 Færeyja með tveimur mörkum gegn einu í leiknum um fimmta sætið. Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti á þessu Norðurlandamóti er fram fór í Færeyjum. Danir urðu Norðurlandameistarar.
Viktor Unnar Illugason kom íslenska liðinu yfir á 8. mínútu en Færeyingar jöfnuðu strax á 11. mínútu. Þannig var staðan þegar gengið var til leikhlés. Í þeim síðari náði svo Kristinn Steindórsson að koma íslenska liðinu yfir á 77. mínútu og tryggja liðinu 5. sætið.
Hægt er að sjá meira um mótið á heimasíðu Færeyska knattspyrnusambandsins
Mynd: Byrjunarliðið í leiknum um 5. sætið gegn U19 Færeyjum.