Verslun
Leit
U17 karla - Ísland mætir Eistlandi á mánudag
Landslið
U17 karla

U17 karla mætir Eistlandi á mánudag í öðrum leik liðsins í fyrstu umferð undankeppni EM 2022.

Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Georgíu í fyrsta leik sínum í undankeppninni á meðan Eistland tapaði 0-3 gegn Ungverjalandi.

Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá honum á vef UEFA.

Vefur UEFA