Verslun
Leit
U17 karla - Ísland mætir Ísrael á fimmtudag
Landslið
U17 karla

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U17 ára landslið karla mætir Ísrael á fimmtudag í síðasta leik liðsins í riðlakeppni móts í Hvíta Rússlandi.

Leikurinn hefst kl. 11:10 og verður í beinni útsendingu á Youtube.

Bein útsending

Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa, 0-1 gegn Tadsíkistan og 1-2 gegn Georgíu. Ísrael gerði 1-1 jafntefli gegn Georgíu og vann svo 4-0 sigur á Tadsíkistan.