Verslun
Leit
U17 karla - Ísland mætir Króatíu á laugardag
Landslið
U17 karla

U17 ára landslið karla mætir Króatíu á laugardag í síðasta leik sínum á Telki Cup í Ungverjalandi.

Leikurinn fer fram á Globall Football Park og hefst hann kl. 11:00. Hægt verður að sjá hann í beinni útsendingu á vef KSÍ.

Bein útsending

Ísland hefur tapað báðum leikjunum sínum á mótinu til þessa, 2-4 gegn Ungverjalandi og 1-2 gegn Tyrklandi.