Verslun
Leit
U17 karla mætir Spáni á þriðjudag
Landslið
U17 karla

Mynd - Mummi Lú

Síðasta umferð undankeppni EM 2025 fer fram á þriðjudag á AVIS vellinum.

Klukkan eitt mætast Eistland og Norður Makedónía og klukkan fimm mætast svo Ísland og Spánn.

Ísland og Spánn eru þegar komin áfram í seinni umferð undankeppninnar og verður því aðeins barist um efsta sætið þegar liðin mætast.

Báðir leikir dagsins verða í beinni útsending á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans.