Verslun
Leit
U17 karla mætir Ungverjalandi
Landslið
U17 karla

U17 lið karla sigruðu Úsbekistan með tveimur mörkum gegn engu á Telki Cup æfingamótinu í Ungverjalandi.

Íslenska liðið komst snemma yfir með marki úr vítaspyrnu en það var Freysteinn Ingi Guðnason sem kom Íslandi yfir. Thomas Ari Arnarsson innsiglaði svo sigurinn í seinni hálfleik með öðru marki Íslands.

Lokatölur í Ungverjalandi, Ísland 2 Úsbekistan 0.

Ísland mætir Ungverjalandi í síðasta leik sínum á mótinu laugardaginn 19. ágúst.

 

Mótið á vef KSÍ