Verslun
Leit
Landslið
U17kv2004-0007
U17kv2004-0007

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði gegn sænskum stöllum sínum í gærkvöldi, 0-3.  Leikurinn var síðasti leikurinn í riðlakeppni Norðurlandamóts U17 kvenna og er leikið í Finnlandi.  Íslensku stelpurnar leika við Dani um fimmta sætið á mótinu og er leikurinn á laugardaginn kl. 11:00.

Íslenska liðið lék ágætlega í leiknum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og skapaði sér þá nokkur góð færi.  Ekki tókst að nýta þau en þær sænsku tókst hinsvegar að skora tvo mörk og gengu með þá forystu inn til leikhlés.  Í seinni hálfleik bættu þær sænsku einu marki við og lokastaðan því þriggja marka tap.

Sænska liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með þessum sigri og leika þær við Frakka til úrslita.  Þýskaland og Noregur leika um þriðja sætið, Ísland og Danmörk um það fimmta og Holland og Finnland um sjöunda sætið.  Allir leikirnir fara fram á laugardaginn og hefst leikur íslenska liðsins kl. 11:00 að íslenskum tíma.