Verslun
Leit
Landslið
Knattspyrnusamband Íslands
ksi_merki

U17 landslið kvenna leikur við Finna um 7. sætið á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.  Noregur og Þýskaland leika til úrslita á mótinu, en þessar sömu þjóðir mættust einmitt í úrslitaleik Evrópumóts A-kvennalandsliða á Englandi fyrr í sumar.

Hollendingar og Frakkar leika um 5. sætið og Danir og Svíar um 3. sætið.

Allir leikirnir fara fram á laugardag og hefst leikur Íslands og Finnlands kl. 09:00 að íslenskum tíma.