Verslun
Leit
U17 kvenna - markalaust jafntefli í fyrsta leik
Landslið
U17 kvenna

U17 kvenna gerði markalaust jafntefli gegn Portúgal í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Portúgal.

Leikurinn fór fram á Sport Complex Tocha og tókst hvorugu liðinu að skora í leiknum. Á mótinu taka einnig Finnland og Slóvakía þátt, en Ísland mætir næst Slóvakíu á sunnudag kl. 14:00 og verður sá leikur að sjálfsögðu í beinni útsendingu á KSÍ TV.