Valmynd
Flýtileiðir
21. febrúar 2006
Dagana 25. og 26. febrúar fara fram æfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna og hafa alls um 50 leikmenn verið boðaðir á æfingarnar. U17 liðið æfir í Reykjaneshöll báða dagana, en U19 liðið á Fylkisvelli fyrri daginn og í Egilshöll þann seinni.
Breiðablik á að venju marga leikmenn í hópunum, en alls hafa 14 leikmenn frá félaginu verið boðaðir á æfingar liðanna tveggja.