Verslun
Leit
U17 og U19 karla hefja leik á miðvikudag
Landslið
U19 karla

U19 ára landslið karla mætir Noregi á miðvikudag í vináttuleik, en leikið er í Svíþjóð.

Leikurinn fer fram á Radavallen og hefst hann kl. 14.30 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á vef KSÍ.

Bein útsending

Ísland mætir svo Svíþjóð á laugardag kl. 13:00 og fer sá leikur fram á Rudevi í Asebro. Sá leikur verður í beinni útsendingu á vef sænska knattspyrnusambandsins og verður hlekkur á hann birtur á miðlum KSÍ þegar nær dregur.