Valmynd
Flýtileiðir
8. ágúst 2005
U19 landslið karla mun leika vináttuleik gegn Hollendingum ytra 2. september næstkomandi. Um er að ræða leikmenn fædda 1987 og síðar.
KSÍ þáði boð hollenska knattspyrnusambandsins um leikinn, sem er liður í undirbúningi liðanna fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Bosníu-Hersegóvínu í byrjun október.
Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn og verður tilkynntur þegar nær dregur.
