Verslun
Leit
U15 kvenna - æfingahópur valinn
Landslið
U19 karla

U19 landslið karla tapaði í dag sunnudag gegn Portúgal með einu marki gegn þremur á æfingamóti sem haldið er í Slóveníu.  Um var að ræða annan leik íslenska liðsins í mótinu.  Ísland vann eins marks sigur á Kirgistan á miðvikudag og mætir heimamönnum í Slóveníu á þriðjudaginn.

Íslenska liðið veitti því portúgalska mikla keppni en þeir portúgölskaleiddu með tveimur mörkum í hálfleik.  Benóný Breki Andrésson minnkaði muninn fyrir Ísland á 57. mínútu, en Portúgal innsiglaði sigurinn með þriðja marki liðsins á 64. mínútu.

U19 landslið karla