Verslun
Leit
Landslið

U19 landslið karla leikur í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM, en riðillinn fer fram í borginni Kidricevo í Slóveníu. Ísland er í riðli með Slóvenum, Skotum og Júgóslövum, sem eru mótherjarnir í dag, en leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands gegn Júgóslavíu

Markvörður: Jóhannes Kristjánsson.

Varnarmenn: Kristján Valdimarsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Haraldur Guðmundsson og Jökull I. Elísabetarson.

Tengiliðir: Rannver Sigurjónsson, Pálmi Rafn Pálmason, Davíð Þór Viðarsson (fyrirliði), Sverrir Garðarsson og Emil Hallfreðsson.

Framherji: Jóhann Helgason.

Hópurinn | Dagskrá