Valmynd
Flýtileiðir
4. apríl 2022
U19 ára landslið kvenna mætir Belgíu á miðvikudag í fyrsta leik sínum í milliriðlum undankeppni EM 2022.
Í riðlinum eru einnig England og Wales, en leikið er á Englandi. Ísland mætir svo Englandi 9. apríl og Wales 12. apríl.
Það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer áfram í lokakeppni EM sem verður haldin í Tékklandi 27. júní - 9. júlí. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum gegn Belgíu á vef UEFA.