Verslun
Leit
Ísland í riðli B á EM 2023
Landslið
U19 kvenna

U19 lið kvenna mætir Svíþjóð á laugardag í öðrum leik sínum í milliriðli fyrir EM. Leikurinn hefst klukkan 17:00.

Bæði lið eru með þrjú stig eftir sigur í fyrsta leik. Ísland vann 1-0 sigur gegn Danmörku á meðan Svíþjóð fór létt með Úkraínu og vann 5-0 sigur. 

Búast má við hörkuleik þar sem efsta sæti riðilsins er í húfi. Lokaleikur riðilsins fer fram á þriðjudaginn og kemst liðið sem endar í efsta sæti riðilsins í lokakeppni EM í sumar.

U19 kvenna