Valmynd
Flýtileiðir
10. desember 2020
Ísland er í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi á EM 2021, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.
Riðill Íslands fer fram í Szombathely og Györ í Ungverjalandi.
Lokakeppnin verður haldin í tveimur hlutum í tveimur löndum - í Ungverjalandi og Slóveníu. Riðlakeppnin fer fram dagana 24.-31. mars 2021 og 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslitaleikurinn fara svo fram 31. maí - 6. júní.
Þetta er aðeins í annað sinn sem U21 karla kemst í lokakeppni EM, en liðið komst alla leið á EM árið 2011.