Verslun
Leit
U21 karla - Ísland mætir Liechtenstein á föstudag (1)
Landslið
U21 karla

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U21 karla mætir Liechtenstein á föstudag í undankeppni EM 2023.

Leikurinn fer fram á Sportpark Eschen-Mauren í Liechtenstein og hefst hann kl. 14:00. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á vef UEFA.

Vefur UEFA

Ísland er í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki á meðan Liechtenstein er á botni riðilsins án stiga eftir fimm leiki.

Strákarnir mæta svo Grikklandi á þriðjudag, en sá leikur er einnig í undankeppninni og fer hann fram í Grikklandi.