Verslun
Leit
U21 - Sigur gegn Belarús
Landslið
U21 karla

Mynd: Mummi Lú

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri sigruðu Belarús 3-1 í undankeppni EM 2023 á Víkingsvelli. Mörk Íslands skoruðu Kristian Nökkvi Hlynsson, Kristall Máni Ingason og Viktor Örlygur Andrason.

Síðasti leikur Íslands í undanriðlinum fer fram á Víkingsvelli laugardaginn 11. júní klukkan 19:15 þegar Kýpur kemur í heimsókn. Með sigri Íslands í þeim leik og tapi Grikkland gegn Portúgal kemst Ísland í umspil um sæti í lokakeppninni sem fram fer í Georgíu og Rúmeníu næsta sumar.