Verslun
Leit
U23 kvenna mætir Danmörku á sunnudag
Landslið
U23 kvenna

Mynd: Guðmundur Svansson

U23 lið kvenna mætir Danmörku í vináttuleik á sunnudag. Leikið verður í Helsingør og hefst leikurinn klukkan 13:00.

Sömu lið mættust í vináttuleik á föstudag þar sem heimakonur unnu 3-1 sigur. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði mark Íslands.

Þórður Þórðarson er þjálfari liðsins og honum til aðstoðar er Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.