Valmynd
Flýtileiðir
10. nóvember 2004
|
A landslið kvenna tapaði stórt gegn Norðmönnum í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í lokakeppni EM 2005. Liðin mættust í Egilshöll í kvöld að viðstöddum 2.500 áhorfendum og urðu lokatölur leiksins 2-7, Norðmönnum í vil. Þær norsku komust í 0-6 áður en íslenska liðið náði að svara fyrir sig með tveimur mörkum, það fyrra var sjálfsmark Norðmanna og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði það síðara, en gestirnir áttu síðasta orðið. Liðin mætast að nýju í Valhöll í Osló á laugardag. |