Leyfisráð tók fyrir á fundi sínum í dag, föstudag, umsóknir félaganna 12 í 1. deild karla um þátttökuleyfi í deildinni 2007. Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ og byggir á sambærilegri handbók sem UEFA hefur gefið út. Kröfur settar fram í leyfishandbók KSÍ snúa að fimm þáttum. Þeir eru í aðalatriðum:
Félög í 1. deild karla undirgangast nú leyfiskerfið í fyrsta sinn, en ákvörðun var tekin um að útvíkka kerfið á sínum tíma, til að brúa að einhverju leyti bilið milli 1. deildar og Landsbankadeildar. Fyrir keppnistímabilið 2007 snýst leyfisferlið einungis um að gefa félögum í 1. deild tækifæri til að kynnast kerfinu og fá af því reynslu.
Það skal tekið alveg skýrt fram að ákveðið var á sínum tíma að viðurlögum verður ekki beitt í 1. deild fyrir keppnistímabilið 2007, þannig að þau 12 félög sem hafa unnið sér knattspyrnulegan rétt til að leika þar á komandi keppnistímabili munu gera það, burtséð frá því hver útkoman er úr leyfisumsókn þeirra. Fyrir keppnistímabilið 2008 verða þó öll félög í 1. deild að uppfylla kröfurnar.
Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir afgreiðslu leyfisráðs á leyfisumsóknum félaganna 12, auk athugasemda sem gerðar voru við veitingu þátttökuleyfis hjá hverju félagi fyrir sig, þar sem við á.
Aftur skal skal tekið alveg skýrt fram að viðurlögum verður ekki beitt í 1. deild fyrir keppnistímabilið 2007, þannig að þau 12 félög sem hafa unnið sér knattspyrnulegan rétt til að leika þar á komandi keppnistímabili munu gera það, burtséð frá því hver útkoman er úr leyfisumsókn þeirra.
Félag sem er synjað um þátttökuleyfi hefur vikufrest frá ákvörðun leyfisráðs til að áfrýja ákvörðunni til leyfisdóms og þar til leyfisdómur tekur málið fyrir getur félagið bætt úr þeim atriðum sem leyfisráðið gerði athugasemdir við
Fjarðabyggð hefur ekki skilað fullnægjandi fjárhagslegum gögnum og uppfyllir því ekki neðangreindar kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild karla 2007.
Jafnframt uppfyllir Fjarðabyggð ekki neðangreinda kröfu.
Umsókn Fjarðabyggðar um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði því verið synjað, og félagið jafnframt sektað skv. 2.2.3 í leyfishandbók, ef um fulla keyrslu kerfisins hefði verið að ræða.
Fjölnir hefur ekki skilað fullnægjandi fjárhagslegum gögnum og uppfyllir því ekki neðangreindar kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild karla 2007.
Jafnframt uppfyllir Fjölnir ekki neðangreinda kröfu
Umsókn Fjölnis um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði því verið synjað, og félagið jafnframt sektað skv. 2.2.3 í leyfishandbók, ef um fulla keyrslu kerfisins hefði verið að ræða.
Umsókn Grindavíkur um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði verið samþykkt án athugasemda.
ÍBV hefur ekki skilað fjárhagslegum gögnum og uppfyllir því ekki neðangreindar kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild karla 2007.
Umsókn ÍBV um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði því verið synjað, og félagið jafnframt sektað skv. 2.2.3 í leyfishandbók, ef um fulla keyrslu kerfisins hefði verið að ræða.
Umsókn KA um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði verið samþykkt án athugasemda.
Leiknir R. hefur ekki skilað fjárhagslegum gögnum og uppfyllir því ekki neðangreindar kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild karla 2007.
Jafnframt uppfyllir Leiknir R. ekki neðangreindar kröfur
Umsókn Leiknis R. um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði því verið synjað, og félagið jafnframt sektað skv. 2.2.3 í leyfishandbók, ef um fulla keyrslu kerfisins hefði verið að ræða.
Umsókn Njarðvíkur um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði verið samþykkt án athugasemda.
Umsókn Reynis S. um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði verið samþykkt, en félagið hefði þó verið sektað vegna verulegs dráttar á skilum á fjárhagslegum gögnum, skv. 2.2.3 í leyfishandbók, ef um fulla keyrslu kerfisins hefði verið að ræða.
Umsókn Stjörnunnar um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði verið samþykkt, en félagið hefði þó verið sektað vegna verulegs dráttar á skilum á fjárhagslegum gögnum, skv. 2.2.3 í leyfishandbók, ef um fulla keyrslu kerfisins hefði verið að ræða.
Umsókn Víkings Ól. um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði verið samþykkt án athugasemda.
Umsókn Þórs um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði verið samþykkt án athugasemda.
Þróttur R. hefur ekki skilað fullnægjandi fjárhagslegum gögnum og uppfyllir því ekki neðangreindar kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild karla 2007.
Umsókn Þróttar R. um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði því verið synjað, og félagið jafnframt sektað skv. 2.2.3 í leyfishandbók, ef um fulla keyrslu kerfisins hefði verið að ræða.