Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 23. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2007 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni.
Félögin eru: Breiðablik, FH, Fram, Fylkir, HK, ÍA, Keflavík, KR, Valur og Víkingur R. og verða þau að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ og byggir á sambærilegri handbók sem UEFA hefur gefið út.
Kröfur settar fram í leyfishandbók KSÍ snúa að fimm þáttum. Þeir eru í aðalatriðum:
Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir afgreiðslu leyfisráðs á leyfisumsóknum félaganna 10, auk athugasemda sem gerðar voru við veitingu þátttökuleyfis hjá hverju félagi fyrir sig, þar sem við á. Tvö félög eru sektuð vegna verulegs dráttar á skilum á gögnum, og eitt félag beitt dagsektum vegna dráttar á skilum á gögnum.
Félögin sem undirgangast leyfiskerfið hljóta styrk frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna vinnu við leyfiskerfi KSÍ. Stjórn KSÍ mun ákveða nánari útfærslu á styrkveitingunni á fundi sínum 13. apríl næstkomandi.
KSÍ óskar leyfishöfum í Landsbankadeildinni til hamingju og þakkar þeim mikið og gott starf við undirbúning leyfisumsóknar!