Á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn var samþykkt sérstaklega að heimila fimm leikvanga fyrir leyfisumsóknir félaganna sem þar leika, með ákveðnum skilyrðum vegna framfara varðandi aðstöðu áhorfenda.
Samþykkt stjórnar KSÍ frá 8. mars:
„Mannvirkjamál og vallarleyfi. Stjórn KSÍ samþykkir að heimila eftirfarandi leikvanga fyrir leyfisumsóknir aðildarfélaga fyrir keppnistímabilið 2012 með því skilyrði að framfarir verði í aðstöðu áhorfenda eins fljótt og kostur er:
| Leikvangur | Félag |
| Akureyrarvöllur | KA |
| Fylkisvöllur | Fylkir |
| Hásteinsvöllur | ÍBV |
| Ísafjarðarvöllur | BÍ/Bolungarvík |
| Selfossvöllur | Selfoss |
Framkvæmdastjóra KSÍ er falið að setja hverju aðildarfélagi skilyrði um framfarir og fylgjast með að útbætur verði gerðar.“
Viðkomandi félögum hafa síðan verið kynntar nauðsynlegar úrbætur og eru þær sem hér segir:
KA fær heimild til að leika á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka:
Fylkir fær heimild til að leika á Fylkisvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka:
ÍBV fær heimild til að leika á Hásteinsvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka:
BÍ/Bolungarvík fær heimild til að leika á Torfnesvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka:
Selfoss fær heimild til að leika á Selfossvelli keppnistímabilið 2012 verði eftirfarandi skilyrðum fullnægt innan gefinna tímamarka: