Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, og Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs og stjórnarmaður KSÍ, sóttu á dögunum árlega UEFA-ráðstefnu um leyfismál sem haldin var í Genf í Sviss. Á ráðstefnunni, sem var sótt af fulltrúum allra aðildarþjóða UEFA, var kynnt ný leyfisreglugerð UEFA sem nær nú einnig til reglugerðar um fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play).
Farið var yfir helstu breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og fjallað ítarlega um þann kafla sem snýr að fjárhagslegri háttvísi, en í þeim kafla er að finna fjárhagslegar kröfur sem UEFA leggur á félög sem leika í Evrópukeppnum.
Að stærstum hluta nær reglugerð um fjárhagslega háttvísi til stærri félaga í álfunni, t.a.m. eru félög með veltu undir 5 milljónum evra undanþegin veigamiklum kafla sem tekur á því að félög séu ekki rekin með miklu tapi ár eftir ár (Break-Even Rule). Í reglugerð um fjárhagslega háttvísi er einnig tekið mjög hart á vanskilum vegna félagaskipta og vanskilum vegna launa og launatengdra gjalda.
Á meðal nýjunga í leyfisreglugerðinni (athugið að þessar breytingar eru til skoðunar í nýrri leyfisreglugerð KSÍ og hafa ekki tekið gildi):