Valmynd
Flýtileiðir
14. mars 2008
Enn eiga tvö félög eftir að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsóknum sínum, en það eru 1. deildarliðin Fjarðabyggð og Haukar.
Samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar fóru gögn Fjarðabyggðar í póst í dag, föstudag, og ættu því að berast fyrir fund leyfisráðs á mánudag. Haukar munu vinna í sínum gögnum á næstu dögum og skila á mánudag.
