UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2006/2007 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2007 hefur nú farið fram og fá íslensk félög tæpar 20 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs. Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 17 milljónir króna af eigin rekstrarfé til viðbótar framlagi UEFA til barna – og unglingastarfs aðildarfélaga.
UEFA setur eftirfarandi skilyrði fyrir greiðslu til félags:
Í samræmi við ofangreind skilyrði ákvað stjórn KSÍ að framlag UEFA rynni til þeirra félaga sem léku í Landsbankadeild karla og 1. deild karla árið 2007 en í þeim deildum hefur KSÍ innleitt leyfiskerfi (m.a. kröfur um samþykkta áætlun um uppeldisstarf).
Samþykkt stjórnar KSÍ um úthlutun fjármagns UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs 2007:
Rétt er að fram komi að þegar um samstarfsfélög er að ræða hljóta þau félög er að því samstarfi standa styrk ef þau sinna barna- og unglingastarfi.
Eftirfarandi tafla sýnir greiðslur í milljónum króna frá UEFA vegna Meistaradeildarinnar 2006/2007 og frá KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ:
|
Landsbankadeild |
|
Upphæð |
|
Breiðablik |
|
1.200.000 kr. |
|
FH |
|
1.200.000 kr. |
|
Fram |
|
1.200.000 kr. |
|
Fylkir |
|
1.200.000 kr. |
|
HK |
|
1.200.000 kr. |
|
ÍA |
|
1.200.000 kr. |
|
Keflavík |
|
1.200.000 kr. |
|
KR |
|
1.200.000 kr. |
|
Valur |
|
1.200.000 kr. |
|
Víkingur |
|
1.200.000 kr. |
|
|
|
|
|
1. deild |
|
|
|
Fjölnir |
|
800.000 kr. |
|
Grindavík |
|
800.000 kr. |
|
ÍBV |
|
800.000 kr. |
|
KA |
|
800.000 kr. |
|
Leiknir |
|
800.000 kr. |
|
Njarðvík |
|
800.000 kr. |
|
Reynir |
|
800.000 kr. |
|
Stjarnan |
|
800.000 kr. |
|
Víkingur Ó |
|
800.000 kr. |
|
Þór |
|
800.000 kr. |
|
Þróttur |
|
800.000 kr. |
|
|
|
|
|
2. deild |
|
|
|
Afturelding |
|
500.000 kr. |
|
Haukar |
|
500.000 kr. |
|
Höttur |
|
500.000 kr. |
|
ÍR |
|
500.000 kr. |
|
Magni |
|
500.000 kr. |
|
Selfoss |
|
500.000 kr. |
|
Sindri |
|
500.000 kr. |
|
Völsungur |
|
500.000 kr. |
|
|
|
|
|
3. deild og önnur félög |
|
|
|
Austri |
|
400.000 kr. |
|
Álftanes |
|
400.000 kr. |
|
BÍ |
|
400.000 kr. |
|
Bolungarvík |
|
400.000 kr. |
|
Dalvík |
|
400.000 kr. |
|
Einherji |
|
400.000 kr. |
|
Grótta |
|
400.000 kr. |
|
Grundarfjörður |
|
400.000 kr. |
|
Hamar |
|
400.000 kr. |
|
Hrunamenn |
|
400.000 kr. |
|
Huginn |
|
400.000 kr. |
|
Hvöt |
|
400.000 kr. |
|
KFR |
|
400.000 kr. |
|
KS |
|
400.000 kr. |
|
Leiftur |
|
400.000 kr. |
|
Leiknir F |
|
400.000 kr. |
|
Neisti D |
|
400.000 kr. |
|
Neisti H |
|
400.000 kr. |
|
Reynir H |
|
400.000 kr. |
|
Skallagrímur |
|
400.000 kr. |
|
Snæfell |
|
400.000 kr. |
|
Snörtur |
|
400.000 kr. |
|
Súlan |
|
400.000 kr. |
|
Tindastóll |
|
400.000 kr. |
|
UMFL |
|
400.000 kr. |
|
Valur |
|
400.000 kr. |
|
Víðir |
|
400.000 kr. |
|
Þróttur Nes |
|
400.000 kr. |
|
Þróttur V |
|
400.000 kr. |
|
Ægir |
|
400.000 kr. |
|
|
|
|
|
Samtals |
|
36.800.000 kr. |
Þess má geta að hingað til hefur framlag UEFA aðeins runnið til félaga í efstu deild karla, en með innleiðingu leyfiskerfis í 1. deild karla uppfylltu félögin úr 1. deild öll skilyrði UEFA til þess að hljóta þessa greiðslu. Það var svo ákvörðun stjórnar KSÍ að öll aðildarfélög sambandsins sem halda úti barna- og unglingastarfi hljóti styrk og er stefnt að því að slíkt gerist árlega.