Verslun
Leit
Leyfiskerfi
Leyfisreglugerð KSÍ - Útgáfa 2.1
leyfisreglugerd-2k1-forsida

Í síðustu viku var haldinn fundur með leyfisfulltrúum félaga sem seækja um þátttökuleyfi í efstu tveimur deildum karla sumarið 2012.  Um er að ræða árlegan fund, þar sem farið er yfir ýmis mál tengd leyfiskerfinu og vinnuferli þess.  Fundinn sóttu fulltrúar 10 af 12 félögum í Pepsi-deild (tvö félög boðuðu forföll), en aðeins 4 af 12 félögum í 1. deild áttu fulltrúa.

Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs kynnti nýja leyfisreglugerð, sem samþykkt var í haust, og fór ítarlega yfir helstu breytingar á reglugerðinni milli ára. 

Kynning Lúðvíks

Ómar Smárason leyfisstjóri fór í gegnum leyfisferlið og ýmis hagnýt atriði tengd vinnuferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru varðandi skil á gögnum.  Ýmis atriði voru rædd og bent á leiðir til að uppfylla ákveðnar forsendur, nýjar sem gamlar.

Kynning Ómars