Verslun
Leit
Leyfiskerfi
Grindavík
grindavik

"Þeir fiska sem róa" segir einhvers staðar og Grindvíkingar eru klárir í bátana að venju.  Þeir hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi í Landsbankadeildinni 2009, og hafa þá öll félög í þeirri deild skilað leyfisgögnum, m.v. að gögn ÍBV hafi farið í póst í dag. 

Gögnin sem skilað er nú snúa að mannvirkjum, starfsfólki og stjórnun, lagalegum þáttum og knattspyrnulegum forsendum.  Fjárhagsgögnum er síðan skilað eigi síðar en 20 febrúar.