Verslun
Leit
Leyfiskerfi
UEFA
uefa_merki

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, hefur verið skipaður í sérstakan starfshóp á vegum UEFA, sem hefur það hlutverk að skoða ýmis mál tengd leyfiskerfinu í Evrópu og koma með tillögur að úrbótum þar sem við á.  Mál sem eru skoðuð eru vinnuferlar, leyfisreglugerðin sjálf, leiðbeiningar til knattspyrnusambanda frá UEFA og ýmislegt fleira.

Í starfshópnum eru einnig fulltrúar frá Englandi, Frakklandi, Hollandi, Slóveníu og Ítalíu.  Fyrsti fundur starfshópsins er í þessari viku, í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.