Tækniháskólinn í Chemnitz í Þýskalandi hefur leitað til knattspyrnusambanda í Evrópu vegna könnunar sem skólinn er að vinna vegna verkefnis UEFA um Fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play). Leitað er álits knattspynuáhugafólks og stuðningsmanna um gjörvalla Evrópu.
Markmiðið er að kanna áhuga og þekkingu hins almenna knattspyrnuáhugamanns á verkefninu og er sérstaklega leitað eftir skoðunum fólks á þeim markmiðum sem sett eru fram.
Fjárhagsleg háttvísi tengist leyfiskerfinu sterkum böndum og er nokkurs konar framlenging á því.
Íslenskt knattspyrnuáhugafólk er hvatt til að gefa sér tíma til að svara könnuninni.
Tengill á könnunina: http://www.tu-chemnitz.de/hsw/sportwissenschaft/financialfairplay/
Um fjárhagslega háttvísi: http://www.uefa.com/uefa/footballfirst/protectingthegame/financialfairplay/