Valmynd
Flýtileiðir
16. nóvember 2009
Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ er leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 nú formlega hafið. Félög sem leika í Pepsi-deild karla og 1. deild karla hefja nú vinnu við leyfisumsóknir sínar. Reyndar hefur eitt félag, ÍR, þegar skilað leyfisgögnum sínum.
Skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, en 15. janúar.
Skiladagur fjárhagslegra gagna er 20. febrúar.
Ákvarðanir leyfisráðs liggja svo fyrir um miðjan mars.
Allar upplýsingar um leyfiskerfið, reglugerðina, eyðublöð, gátlista, sniðmát, o.fl. er að finna hér á leyfisvefnum.
