Verslun
Leit
Whatsapp Image 2026 01 15 At 10.00.26
Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 14. janúar sl. Fundurinn, sem stóð yfir í u.þ.b. 40 mínútur, var að venju sóttur af fulltrúum félaga bæði á Teams og félögum sem mættu í Laugardalinn sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.
Á fundinum fór Fannar Helgi Rúnarsson, Leyfisstjóri KSÍ, yfir praktískt atriði ásamt kynningu á þeim nýjungum sem hafa orðið á skilum gagna í gegnum nýtt mótakerfi KSÍ.  
Einnig var farið stuttlega yfir hvernig skilum er háttað í nýju kerfi og farið yfir hvernig þetta einfaldar félögum skil á gögnum í leyfisferlinu. Kerfið á eftir að þróast betur í takt við þá notkun en margar hugmyndir eru komnar fram nú þegar hvernig uppsetning getur verið einfaldari hvað skil varðar á næsta ári. Félögin og KSÍ eru að læra á nýtt kerfi og skilja möguleika þess.  Axel Kári, yfirlögfræðingur KSÍ var einnig á fundinum og svaraði spurningum frá félögum. 

Á fundinum voru einnig til staðar sérfræðingar frá Deloitte Sindri Snær og Kristján Ragnarsson og fóru þeir yfir hvernig uppsetning og skilum er háttað á fjárhagsgögnum í gegnum nýtt mótakerfi KSÍ.
Glærukynninguna frá fundinum má finna hér að neðan.